20 leiðir fyrir nemendur að nota snjallsíma í skólanum

💬 Fyrir nemendur með annað móðurmál en íslensku. Það ríkir mikill menningarlegur fjölbreytileiki í grunnskólum í dag. Google Translate er fyrir marga nemendur sem hafa annað móðurmál en íslensku mikilvægt tól til samskipta.


🦋 Fyrir skynsegin (einhverfa og ADHD) nemendur. Snjallsíminn er fyrir marga skynsegin einstaklinga tæki sem hjálpar þeim að ná stjórn á sinni líðan (e. self regulate) þegar þau eru í yfirþyrmandi aðstæðum eða of örvuð (e. overstimulated).


💬 Til samskipta. Mjög mikið af samskiptum ungmenna í dag eiga sér stað með snjallsímanum. Mörg eiga vini utan síns skóla eða eiga fáa vini innan skólans. Að geta átt samskipti við aðra utan veggja skólans getur verið fyrir marga mjög mikilvægt. Utan kennslustunda sýna þau hvort öðru myndir eða myndbönd í símunum sínum. Mikið af þeim leikjum sem þau spila í símanum spila þau saman.


🎧 Til að hlusta á hljóðbækur. Algjör no-brainer. Börnin eru flest öll með Hljóðbókasafnið eða Storytel á símunum sínum.


🎧 Til að hlusta á hlaðvörp. Það er til heill heimur af hlaðvörpum sem eru tilvalin sem kennsluefni fyrir nemendur. Mæli með!


🤳 Til að skanna QR kóða sem kennarinn setur upp. QR kóðar eru strikamerki sem hægt er að beina myndavélinni að og þá kemstu strax inn á vefsíður. Til dæmis geta nemendur skannað QR kóða og svarað Google Forms spurningum frá kennara. Hægt er að hengja upp QR kóða sem vísar á hugmyndakassa sem nemendur geta skrifað hugmyndir sínar í.


🎙️Til að taka upp hlaðvörp. Hljóðneminn á flestum snjallsímum er mjög góður. Voice Memos á iPhone og Voice Recorder á Android setja diktafón í vasann.


📸 Til að taka upp myndbönd. Myndavélarnar á mörgum þeim snjallsímum sem nemendur eiga er margfalt betri en á Chromebook og iPad. Fyrir utan það að nett myndavél býður upp á mikinn hreyfanleika og sveigjanleika þá skipta gæðin miklu.


🌳 Fyrir verkefni utan skólastofunnar. Allt nám þarf ekki að gerast innan veggja skólans. Það getur verið stórskemmtilegt að gefa nemendum verkefni fyrir utan skólann. Þá getur líka verið hentugt að vera með Google Maps.


🎞️ Til að klippa myndbönd. CapCut er eitt af fjölmörgum klippiforritum í boði og virkar bæði á Android og iPhone. Smáforritið er ókeypis og býður upp á einföld verkfæri til að klippa myndefni úr símanum, setja inn hljóð og brellur. Smáforrit sem nemendur þekkja.


🎤 Sem hljóðnemi við upptökur. Rétt upp hönd ef þú hefur fengið myndbandsverkefni frá nemanda þar sem hljóðið er ekki gott 🙋‍♂️. Samtöl heyrast ekki vegna þess að það er vindur í bakgrunninum. Ef nemendur nota einn síma sem hljóðnema og annan síma sem myndavél er hægt að ná myndbandi með bæði góðum myndgæðum og góðu hljóði.


🗺️ Í útiratleik. Það er fátt skemmtilegra en að fara út í ratleik. Nemendur geta tekið upp bæði myndir, myndskeið og hljóð sem svo er hægt að vinna áfram með. Eða opna verkefnalýsinguna og skoða verkefni ratleiksins.


🔎 Til að skoða námsmat í Mentor og stundatöflu. Flestir nemendur eru með Mentor appið sem gerir það auðvelt að skoða hvenær næsti tími er, skoða mætingu eða námsmat.


Til að halda utan um verkefni og búa til reminders. Flestir snjallsímar koma með bæði glósuöppum (notes) og ámminingarforritum (reminders). Það getur verið mjög dýrmætt að kenna nemendum að notfæra sér þessi forrit í sínum námi.


📸 Í ljósmyndaverkefni. Ljósmyndakeppni eða ljósmyndaverkefni. Nemendur geta farið út um skólann eða út og tekið myndir. Nýtum þessar frábæru myndavélar!


🎵 Hlusta á tónlist. Stundum getur verið gott að vinna með tónlist í eyrunum. Eða til að fá smá orkuinnspýtingu. Eða bara til að ná betri einbeitingu.


🦉 Fyrir Duolingo. Frábært smáforrit sem öll þekkja.


🍅 Í Quizlet. Frábært smáforrit til að læra hugtök og orðaforða. Býður upp á stórskemmtilega viðbót sem heitir Quizlet live þar sem nemendur keppa við hvort annað.


🤓 Í Kahoot. Þetta þekkja flest sem vinna í skólum. Spurningaleikir þar sem nemendur nota tækin sín til að svara spurningunum.


🧮 Sem reiknivél. Já. Þú last rétt. Reiknivél. Hversu oft týnast reiknivélar eða ekki nógu margar eru til?

Previous
Previous

Giskað á gervigreindina

Next
Next

Kennsluáætlanir með Padlet