Ipad og google haustbingó
Í þessu verkefni vinna nemendur fjölbreytt verkefni sem eru ætluð til að æfa stafræna hæfni þeirra.
Í þessu verkefni vinna nemendur fjölbreytt verkefni sem eru ætluð til að æfa stafræna hæfni þeirra.
Í fyrstu viku þessa vetrar byrjuðum við að velta fyrir okkur hvernig skynsamlegast væri að byrja Málið. Fljótlega kom upp sú hugmynd að skerpa á færni og kunnáttu nemenda með iPad spjaldtölvur. Sem dæmi má nefna hvernig á að skila á Classroom, ýmis grunnatriði í Google Drive (s.s skipulagning), Google Calendar og Google Keep, og að sjálfsögðu Keynote, Garageband og iMovie
Markmiðið og hugsunin okkar var að búa til grunn hjá nemendum fyrir skapandi og skipulagða vinnu. Því lögðum við teymið höfuðið í bleyti og ákváðum 9 þætti sem við lögðu upp með að þau fengju að kynnast og æfa; Classroom, Google Drive, Google Calendar, Google Keep, Books, iMovie, Keynote, Garageband og ýmis snjallræði í iPad.
Kennsluefnið bjuggum við sjálf til og er það samblanda af texta, myndum og kennslumyndböndum. Eins og flestum lesendum þessarar síðu kemur væntanlega ekki á óvart þá er ég mjög nýjungagjarn þegar kemur að tækni verkfærum. Til þess að miðla efninu bjuggum við til síðu með forriti sem er orðið eitt mikilvægasta verkfærið mitt núna og það heitir Craft (útskýring á því og hvernig ég nota það til að hjálpa mér að halda utan um öll verkefnin í vinnunni er efni í aðra færslu 😅). Á þessari síðu gátu nemendur fundið allt sem þau þurftu að vita um hvert og eitt verkfæri ásamt verkefnum sem þau áttu að ljúka við. Nemendur notuðu þessa síðu til þess að klára verkefna bingóspjald sem Bjössi setti upp af mikilli snilld og skiluðu samtals 9 skjáskotum af sinni vinnu inn á Classroom.
Yfirferðin var mjög einföld; við renndum í gegnum skjáskotin í skilahólfi hvers nemanda og ef allt leit að mestu leyti vel út var verkefninu lokið ✅
Sjálfur er ég hæst ánægður með þetta verkefni og finnst það vera skynsamleg byrjun á vetrinum - þ.e að kenna nemendum á þessi grunnverkfæri sem þau munu þurfa að nota. Núna þegar nokkrar vikur eru liðnar síðan við keyrðum verkefnið með nemendum sjáum við að það hefur klárlega skilað sér að byrja á þessari vinnu.
Vonandi hafið þið ánægju og gagn af þessari síðu. Að vanda er öllum kennurum frjálst að nota þetta verkefni með sínum nemendum. Þegar þið opnið bingóspjaldið getið þið tekið afrit af verkefninu og breytt eftir eigin höfði 😊
Eftirfarandi hæfniviðmið er hægt að nota við námsmat í þesu verkefni:
Upplýsinga- og tæknimennt (2025)
Lausnaleit
Stafrænn stuðningur
Nemandi getur valið viðeigandi stafrænan stuðning markvisst við nám,
Varðveisla gagna
Nemandi getur flokkað, vistað og varðveitt gögn á öruggan hátt.
Tölvur og snjalltæki
Nemandi getur nýtt fjölbreyttan og viðeigandi tækjabúnað til menntunar og leyst tæknileg úrlausnarefni.
Sköpun og miðlun
Kynningarefni
valið og nýtt hugbúnað við gerð og framsetningu fjölbreyttra og gagnvirkra kynninga,
Myndvinnsla og myndsköpun
valið og nýtt tæki og hugbúnað við fjölbreytta hönnun, myndvinnslu og myndsköpun,
Netmiðlun
valið og nýtt hugbúnað við fjölbreytta netmiðlun.