Mig langar til þess að deila með ykkur annarri útfærslu af UT bingóinu sem ég gerði fyrir nemendur mína sem voru þá að kynnast iPad og Google námsumhverfinu.
Markmiðið með verkefninu var eins og kemur fram í þessari færslu um UT bingó að nemendur fengju tækifæri til þess að vinna með og kynnast verkfærinu sem þau höfðu þá í höndunum.
Bingóið er samansafn af 11 litlum örverkefnum þar sem þau æfast í að vinna með forritin sem eru á tölvunni og undirstaða fyrir þau.
Sem dæmi eru hluti af bingóinu verkefnin Tjékkaðu á Teams, Opnaðu One Drive, Kanntu á Canva?, Prófaðu PowerPoint og Hvað veistu um Word? Hverju verkefni fylgja stutt fyrirmæli um hvað eigi að gera.
Ef að þú hefur áhuga á að nota þetta verkefni með þínum nemendum þá er þér frjálst að nota kynninguna hér fyrir ofan. Ef þú vilt breyta og aðlaga þá getur þú ýtt á hlekkinn hér fyrir neðan 👇 og þá getur þú tekið afrit.
Eins og alltaf, ef þú lendir í vandræðum þá er þér velkomið að senda á mig línu og ég skal aðstoða þig.
Eftirfarandi hæfniviðmið er hægt að nota við námsmat í þesu verkefni:
Upplýsinga- og tæknimennt (2025)
Lausnaleit
Stafrænn stuðningur:
Nemandi getur valið viðeigandi stafrænan stuðning markvisst við nám,
Varðveisla gagna:
Nemandi getur flokkað, vistað og varðveitt gögn á öruggan hátt.
Tölvur og snjalltæki:
Nemandi getur nýtt fjölbreyttan og viðeigandi tækjabúnað til menntunar og leyst tæknileg úrlausnarefni.
Sköpun og miðlun
Kynningarefni
valið og nýtt hugbúnað við gerð og framsetningu fjölbreyttra og gagnvirkra kynninga,
Myndvinnsla og myndsköpun
valið og nýtt tæki og hugbúnað við fjölbreytta hönnun, myndvinnslu og myndsköpun,
Netmiðlun
valið og nýtt hugbúnað við fjölbreytta netmiðlun.